Meinlaus verkföll

Verkföll bíta, annars er enginn tilgangur með að nota það vopn. Hver dregur fram smjörhníf ef hann ætlar að skera hnút?

Óhefðbundnar aðferðir, sagði Halldór Benjamín í útvarpinu áðan. Hann er auðvitað ósáttur við aðferðir sem gætu virkað til hækkunar umfram það sem hann vill borga starfsmönnum.

Hvað ætli hlustendur hafi hugsað?

Ég veit í alvörunni ekkert hvað hótelþernur eru með í laun en ég var einu sinni leiðsögumaður og ég hætti 2013 (var reyndar aldrei heilsársstarfsmaður í ferðaþjónustunni) vegna þess að innviðir voru sprungnir OG vegna þess að launin voru grín sem ég hafði sætt mig við meðan vinnan var skemmtileg.

Ég er kona og ég hef það fínt en það hvarflar ekki að mér að þau réttindi sem ég hef í dag en formæður mínar höfðu ekki hafi náðst baráttulaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband