Hættum að endurvinna ...

Nei, ég vil auðvitað endurvinna allt sem hægt er og ég vildi óska þess að sveitarfélög, í mínu tilfelli Reykjavík, byðu upp á moltutunnur sem væru tæmdar eins og tunnur með pappír, plasti og blönduðu sorpi. Nei, ég vil að við drögum úr plastnotkun eins og hægt er frekar en að endurvinna að nafninu til það sem er lengi að brotna niður.

Umhverfisráðherra hefur nú lagt fram frumvarp um að banna plastpoka. Í greinargerð stendur m.a.:

Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi, sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. ... Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðarpoka úr plasti. Sett er fram markmið um að notkun einnota burðarpoka úr plasti verði hætt og lögð er til þriggja þrepa áætlun sem felst í því að frá og með 1. janúar 2019 [reyndar er frumvarpið lagt fram 24. janúar 2019] verði engir burðarpokar úr plasti afhentir án endurgjalds og að fólk verði hvatt til að nota fjölnota poka. ... Þá er lagt til að frá og með 1. janúar 2020 verði lagður skattur á burðarpoka úr plasti til eins árs til að minnka notkun þeirra verulega og að fjármunirnir renni til plasttengdra verkefna. Loks er lagt til að burðarpokar úr plasti verði bannaðir í verslunum frá og með 1. janúar 2021. 

Ég er löngu byrjuð á þessu af því að ég vil ekki skilja eftir mig plastslóð, en það er ekki heiglum hent að kaupa varning í búðunum sem ekki er plastaður og sumt er margplastað. Framleiðendur mættu gjarnan líta í eigin barm. Klukkan gengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi seint segja að þessir blessuðu plastpokar væri vandamál, "vandinn" er meira tengdur fyrirtækjum sem plasta allt sitt margsinnis.

Aðal vandamálið eru svona "samráðsvettvangar", þeir eru hin mesta eyðsla á fjármagni fyrir almenning og ætti að hætta því án tafar.

Halldór (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 08:23

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég skil þig ekki alveg. Í öðru orðinu sýnist mér þú vera sammála mér en í hinu ertu farinn að tala um alls óskylda hluti. Peningar eru eitt en ef jörðin eyðileggst skipta peningar engu máli.

Berglind Steinsdóttir, 7.2.2019 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband