Hinn heilagi veikindaréttur

Formaður verkalýðsfélags var í fréttum RÚV rétt í þessu að lýsa því yfir að hann væri mótfallinn því að vinnuveitendur greiddu þeim starfsmönnum sem ekki veikjast einhverja umbun fyrir að veikjast ekki. Hann sagði að veikindarétturinn væri með því mikilvægasta sem verkalýðsfélög hefðu náð fram. Eitthvað í þessa veruna sagði hann.

Jah, heyr á endemi.

Ég er svo heppin að ég veikist helst ekki. Og ef ég lasnast er það í klukkutíma í senn, yfirleitt utan vinnutíma. Ég hef fengið heiftarlega ristilkrampa nokkrum sinnum um mína daga, ugglaust vegna rangs mataræðis, en ég hirði ekki upp umgangspestir.

Ég er heppin og geri ekki lítið úr því. En ef vinnuveitandanum finnst hluti af þessu láni slæðast til sín í því formi að hann getur treyst á mig sé ég ekkert að því að hann umbuni mér ef hann svo kýs. Er eitthvað tekið frá hinum? Er eins mikil hætta á að fólk mæti veikt í vinnuna til að fá bónusinn ef kalla mætti umbunina svo? Eða gæti verið að fólk yrði ekki eins oft lasið af þeirri ástæðu að það á veikindarétt?

Ég bíð spennt eftir að sjá verkalýðsforkólfinn segja þetta líka í sjónvarpsfréttum.

 

child sick in bed


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband