Nýfundnaland vs. Ísland

Merkilegur þáttur var í sjónvarpinu áðan. Nýfundlendingurinn Lísa kom til Íslands til að lesa úr bók sinni í Norræna húsinu og virðist hafa ákveðið að hamstra myndefni og talaðar upplýsingar í leiðinni. Svo hefur hún gert úr efninu heimildarmynd sem gengur, merkilegt nokk, út á það að lofa og prísa Ísland fyrir að hafa náð og haldið í sjálfstæði sitt.

Hún ber löndin mikið saman og segir að hér sé svo miklu meira sjálfstæði; læsi í Nýfundnalandi er bara 66%, atvinnuleysi 25% og þau ofboðslega háð Kanada í öllu tilliti þótt þau eigi miklar auðlindir, bæði nikkel, olíu og þorsk, sem Ottawa nýtur góðs af.

Þegar ég gáði að því sá ég að boðið er upp á skipulagðar ferðir til St. John's sem er höfuðborgin þeirra í landinu sem er eyja litlu stærri en Ísland.

Og svo rifjaðist upp fyrir mér að ég ákvað í síðustu viku eftir spjall við Högna að lesa Ævisögu þorsksins. Nú er komin enn brýnni ástæða til þess.

Es. Hefur Stína enga skoðun á þessu ...? Mér skildist á Lísu að Kanada mergsygi Nýfundnaland, hömm hmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Já Berglind, þetta var mjög merkilegur þáttur og fróðlegt að sjá okkur frá þessu sjónarhorni. Það er of mikið af bæði minni- og meirimáttarkennd í þessum "venjulegu" umfjöllunum um land og þjóð, bæði hjá innlendum og erlendum umfjallendum. 

Og þegar þú segir það þá minnist ég auglýsinga frá ferðaskrifstofum um innkaupaferðir héðan til St. Jonn´s frá liðnum árum en þar á að vera svo dæmalaust hagstætt fyrir okkur að versla. Kannski gerum við heimamönnum greiða með þessum verslunarferðum? Maður hefur heyrt hversu mjög við erum höfð í hávegum fyrir slíkt t.d. bæði í Dublin og Glasgow.

Vilborg Valgarðsdóttir, 28.5.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég sá þessa mynd líka og fannst hún frábær. Maðurinn minn vann eitt sumar úti í Nýfundnalandi og við kynntumst aðeins fólkinu þar. Mér fannst merkilegt að sjá hversu mikilvæg fjölskyldubönd eru á þessari eyju rétt eins og okkar. Mæðurnar söknuðu fullorðinna barna sinna og barnabarna sem flutt höfðu til Bandaríkjanna og Kanada til að vinna. Mikið var um það rætt hvernig hægt væri að skapa næga vinnu til að þau gætu snúið aftur og það virtist gefið að öll vildu þau koma aftur.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.5.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég er nefnilega orðin áhugasöm um Nýfundnaland og Labrador núna. Áróðurinn hennar hreif!

Berglind Steinsdóttir, 29.5.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband