Jíei, veikindi

Nú er að renna upp hjá mér tólfti dagur í beinverkjum, hálsbólgu og augnslími. Er það ekki svipaður tími og úti hefur geisað óveður, jafnvel hér í Hlíðunum?

Ég var að hugsa að þar sem ég veikist næstum aldrei, fæ frunsu af og til og kvef sem frestar heimsóknum mínum í Blóðbankann, að ég ætti eiginlega að hrósa happi. Nú get ég endurnýjað allar dauðu frumurnar og tekist svo á við hið skemmtilega ár, 2020, af miklum fögnuði með nýju frumunum, nýju sýninni og glænýju heilbrigði.

Bara fjandi erfitt að kyngja meðan ég bíð ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband