Deilan um leikskólann

Ég er sammála öllum!

Börnin skipta mestu máli og að þau séu bara eðlilega lengi í skólanum á hverjum degi. Samkvæmt tölum eru flest þeirra ekki meira en átta tíma á dag. Gott. Hins vegar þarf samfélagið að stytta vinnuvikuna. Það var síðast gert 1972. Síðan þá hafa orðið brjálæðislegar tækniframfarir. Brjálæðislegar! Fjórða iðnbyltingin. Gervigreind. Bráðum fljúga bílarnir, róbotar elda jólamatinn og ísskápurinn greiðir reikninga með snertiskjánum í sér. 

Fíllinn í herberginu sem fólk forðast að tala um er samfélagsmiðlarnir sem gleypa ótrúlega mikið af vinnutíma fólks sem hefur of rúman tíma til að vinna verkefnin.

Sprengjusvæði?

Hins vegar mætti veðrið vera betra. Hvaða tæki græjar það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband