Stytting vinnuvikunnar?

Er veiran kannski að sýna okkur fram á að við getum stytt vinnuvikuna til muna? Hvaða störf getur fólk lagt á hilluna eða stytt vinnuvikuna hjá um helming án þess að stóru hóparnir finni fyrir því?

Hjúkrunarfræðingar eru ómissandi, matvælaframleiðendur, seljendur og/eða dreifingaraðilar matvöru, sorphreinsar – og hverjir fleiri? Listamenn. Til hvers að lifa ef engin tónlist, engir litir, engin hönnun er til að gleðja auga og eyra? Eitthvað í þá veruna sagði Churchill eftir síðari heimsstyrjöldina þegar hann var spurður hvort ekki ætti að skera niður til menningar og lista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef fólk hefur of lítið að gera í vinnunni er nú eiginlega nær lagi að fækka því en að stytta vinnuvikuna, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 00:45

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ekki endilega. Fjórða iðnbyltingin ætti að koma öllum til góða og 40 tíma vinnuvika hjá vaktavinnufólki er allt of mikið. Pistillinn er samt meira um ólíkt mikilvægi starfa.

Berglind Steinsdóttir, 25.3.2020 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband