Skatturinn

Þetta var að gerast og ég er svo dolfallin að ég verð að tjá mig. Ég átti að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af bílaviðgerðum. Gott mál. Ég fékk tölvupóst frá Skattinum þar að lútandi í lok ágúst. Í gær rankaði ég við mér og ákvað að gá að greiðslunni. Hún hafði engin borist. Ég sendi þá tölvupóst á Skattinn sem svaraði mér í hádeginu, dálítið hryssingslega, og sagði mér að hringja í Skattinn. Ég gerði það þá og talaði við afar almennilega konu sem sagði mér að upphæðin hefði verið lögð inn í lok ágúst og bað mig að skoða heimabankann. Ég opnaði heimabanka Arion þar sem aðalreikningurinn minn er. Þá sagði hún að þetta væri reikningur í Íslandsbanka sem ég nota sáralítið, þ.e. þann banka. Við kvöddumst en ég fann ekki endurgreiðsluna og hringdi aftur í Skattinn og fékk bankanúmerið hjá annarri almennilegri konu og sá reikningur var alls ekki í heimabankanum!

Þá hringdi ég í Íslandsbanka og afar almennilegur karl virkjaði umræddan reikning. Ekki aðeins voru þar 11.028 kr. heldur nokkrir tíuþúsundkallar sem hafa verið í dái því að þetta er reikningur sem ég stofnaði 1994 og hef greinilega misst sjónar af.

Skilaboð sögunnar: Lengi er von á einum OG margt gott fólk verður til svara hjá stofnunum sem við leitum til. Samt: Af hverju leggur Skatturinn ekki inn á reikning sem ég gef upp?

Ég er bara frekar hress. laughing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband