Eplaedik

eplaedik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir nokkru keypti ég eplaedik – sem kvað vera meinhollt – og sá þegar ég kom heim að á upplýsingamiðanum stóð með míkróletri: „Geymist í kæli eftir opnun og neytist innan 5 daga.“ Samt eru neysluleiðbeiningarnar: „Setjið 1-2 msk af eplaediki í 1 dl af vatni ...“ og í flöskunni eru 750 ml sem ættu að duga í margar vikur á venjulegu heimili. Þetta er ekki drykkur sem maður stelst í, þið vitið, hann er mjög beiskur og bragðvondur en á sem sagt að vera hollur.

 

Ég sendi framleiðandanum fyrirspurn um geymsluþolið og hann sagði að það væri meira en fimm dagar eftir að innsiglið er rofið (geymsluþolið er annars gefið upp til maí 2022). Nú er ég í heila viku búin að fá mér slurk úr flöskunni daglega, auðvitað blandaðan við heilt vatnsglas, og er rétt komin niður í axlir. Og ég er öll orðin grettnari en ég var ... foot-in-mouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Edik er í rauninni bara skemmt vín, eða eplavín ef það er eplaedik. Maður getur búið það til með því að skilja vínflösku eftir opna. Edik skemmist því ekki og alveg óþarfi að velta því neitt fyrir sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2020 kl. 20:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, svona eins og að setja best fyrir dagsetningu á umbúðir um sykur og salt. embarassed

Berglind Steinsdóttir, 20.9.2020 kl. 20:31

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Akkúrat. 

Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2020 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband