Lögfræði er mannanna verk

Lög eru sett af mönnum. Lög eru gagnrýnd af mönnum. Sjálf tel ég ýmislegt í lögum ósanngjarnt en ég virði þennan samfélagssáttmála eins og flestir gera.

Þegar dómar eru felldir eru sumir dómarar með sératkvæði. Stundum er meiri hluti og minni hluti vegna þess að þrír túlka lögin á einn veg og tveir á annan veg. Þannig er augljóslega ekki einn réttur skilningur og ein rétt túlkun.

Svo er lögum breytt í samræmi við tíðaranda. Einu sinni var þrælahald álitið eðlilegt, stéttskipting og misnotkun. Afstaða breytist og við getum vonað að við þokumst í rétta átt.

Jón Steinar Gunnlaugsson var frægur fyrir sératkvæði sín sem hæstaréttardómari. Nú hefur Tobba Marinós sagt frá því hvernig lögmaðurinn Jón Steinar beitti sér í máli sem varðaði hana og miðað við hvernig Jón Steinar hefur talað áratugum saman er þar ekkert sem kemur mér á óvart. Hann svaraði áðan með grein sem lýsir áfram hans gegnheilu og einlægu forherðingu.

Lög eru mannanna verk. Þau eru umdeilanleg. Túlkun þeirra er margbreytileg. Jón Steinar hefur iðulega túlkað brotamönnum í hag og farið gegn samdómendum sínum. Þeir geta hafa verið brigðulir en svo tala verkin sínu máli.

Ég get ekkert mark tekið á umkvörtunum Jóns Steinars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband