Verndari réttarríkisins?

Eitt er að segja, annað að gera. Ég hlustaði á viðtalið við manninnn sem kallar sig verndara réttarríkisins. Mér fannst hann rugla saman blindu og sýn. Mér fannst hann forhertur í einhverjum rétttrúnaði. Honum finnst að ekki eigi að dæma fyrir kynferðisglæp nema hægt sé að sanna hann. Ég er á því að ekki eigi að refsa fyrir annað en glæp, en hver veit ekki að aðgangsharðir lögfræðingar geta þyrlað upp þvílíku ryki að venjulegt fólk gleymir hvað það heitir sjálft (afsakið myndmálið)? 

Mér finnst JSG hafa verið að verja rykþyrlið og rétt manna til að afvegaleiða umræðuna. Í nafni trúar! Jesús minn, þvílík hræsni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband