Sykur Katrínar

Af því að ég les blöðin og miðlana, skólabækur og skýrslur, hljóðbækur og allrahanda prófarkir er ég alltaf voða þakklát fyrir fljótlesnar skáldsögur sem vekja samt til umhugsunar. Sykur er tvímælalaust í þeim hópi. Karakterinn Óttar finnst víða, bara mismunandi áhrifamikill og áberandi. Segi ekki meir til að skemma ekki fyrir lesendum bókarinnar sem verða vonandi margir.

Án þess að ljóstra neinu upp um söguþráðinn get ég þó sagt að Sigurdís lögreglukona finnst mér sannfærandi karakter og ég sé hana fyrir mér á fleiri blaðsíðum á komandi árum. Hún er ástríðufull í starfi og lætur sannleikselskandi nefið leiða sig áfram.

Helsti gallinn á bókinni þótti mér löngu eintölin. Fólk talaði svo lítið saman, það sagði frá og notaði á köflum dálítið ritmálslegt orðfæri. Og ég ætti nú að þekkja það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband