Lokaður Facebook-hópur um meinta karlmennsku

Ég þekki ekki miðilinn 24.is en ég kannast við blaðamanninn sem skrifar fréttina um netsamfélag karla sem sækja sér innblástur og orku í að rakka niður fólk sem berst fyrir jafnrétti og veit að hann er skólagenginn blaðamaður. Nokkrir karlanna á fordómasíðunni puðra fordómum sínum yfir opnar síður líka þannig að ég hef séð sumt af orðbragðinu áður. Samt var mér brugðið við að sjá hversu grímulaust þeir tala niður vitsmuni og skaphöfn kvenna.

Við megum ekki líta undan og láta sem við vitum ekki af heimskulegum ummælunum en það er erfitt að blanda sér í umræðu í lokuðum hópi. Og kannski er það eins og að berjast við vindmyllur vegna þess að það er öruggt að allir þessir 700 karlar þekkja einhverjar vitibornar manneskjur. Þeir kjósa bara að hlusta hver á annan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband