Frestur er á illu bestur? Bond, James Bond

Ég á eftir að sjá nýjustu Bond-myndina. Ég fer ekki oft í bíó en nú er búið að tala það upp að sjá No Time to Die (163 mínútur) á stóru tjaldi. Og þá er spurningin: Hvað á barnið að heita? Twitter veltir fyrir sér hvernig RÚV muni þýða myndina í fyllingu tímans.

Á dauða mínum átti ég von?

Dauðans óvissi tími?

Vant við látinn?

Feigðinni frestað?

Hvorki staður né stund til að látast?

Dauðinn ekki á dagskrá?

Engin dauð stund?

Eigi dugar að drepast?

Dauðanum slaufað?

Dagar ekki taldir?

Listinn hér er fjarri því að vera tæmandi. Enginn annar stakk samt upp á: Frestur er á illu bestur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Of upptekinn til að deyja!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.10.2021 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband