Hvernig kók áttu? (í gæsalöppum)

(Gæsalappir breytast alltaf í skrýtin tákn í fyrirsögnum, þess vegna hef ég fyrirsögnina eins og hún er.)

Ég er aðdáendaklúbbur GMB, ekki bara af því bara heldur af því að mér finnst hann tala fyrir sjónarmiðum sem ég aðhyllist í almenningssamgöngum. Svo er ég hrifin af því þegar fólki fer fram og mér finnst GMB hafa tekið augljósum framförum á lífsleiðinni. Og hann hjólar í alvöru, segist ekki bara gera það.

En að fyrirsögninni: Ég heyrði einhvern segja einu sinni í sjoppu: 

Hvernig kók áttu? Aa, já, ég ætla að fá appelsín.

Gísli Marteinn skrifaði á Twitter:

Það er bæði betra fyrir umhverfið og íbúa að við minnkum akstur frekar en að niðurgreiða Teslur oní mannskapinn. Tesluteppurnar verða jafnvondar og hinar. En minni akstur þýðir minna svifryk, færri slys, minni hávaði, fleiri gangandi/hjólandi, betri heilsa, ódýrara samgöngukerfi.

Ég skildi þetta umsvifalaust þannig að bíll teppi umferðina jafn mikið hvernig sem hann er. Kók er appelsín er Fiat er Tesla (þú skilur hvað ég meina).

En, nei, Twitter-notandinn Bensínlaus valdi að snúa út úr og rakka Gísla niður.

Ég get alveg verið sammála því að Gísli hefði gjarnan mátt skrifa um rafmagnsbílateppu en Tesla er stór á markaðnum, alveg eins og kók er stór gosdrykkur, þannig að hann notaði sérnafnið sem hluta fyrir heild (eins og ég skil það).

Aðalatriðið er samt að við þurfum ekki að keyra alla metrana sem við þurfum að fara og við gætum vel hugsað meira í samfélagslausnum en einstaklingsfrekju.

En ég viðurkenni hér með að ég hjóla sem mest og man ekki alltaf hvar bíllinn minn er niðurkominn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband