Umræða um geðheilbrigði

Ég bara verð að geyma þessa sturluðu tilvísun í Pál Vilhjálmsson, sem ég hef oft séð Staksteina hefja til skýjanna, þótt það auki e.t.v. umferðina um síðu hans um nokkra smelli.

Ég er ekki hissa á að sjá Pál sýna inn í sína svörtu sál, svo oft hefur hann opinberað sinn innri mann. 

Ég hef verið að lesa fallega og vandaða bók um samfélagshjúkrun þar sem höfundur fjallar einmitt á nærfærinn hátt um geðheilbrigði. Allt venjulegt fólk á misgóða daga, er stundum dapurt og stundum glatt og svo stundum í einhverri lægð sem er hugsanlega tímabundin og stundum vegna ytri aðstæðna.

Ég stend 100% með Helga Seljan, horfði einmitt á þátt Gísla Marteins og dáðist að honum fyrir hugrekkið vegna þess að ég sá í hendi mér að einhverjir myndu bregðast kjánalega við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband