Aubry Andrews = Edda Falak?

Einhver á Twitter lækaði færslu hjá Aubry Andrews um daginn og ég fór að vakta færslurnar hennar. Hún fær greinilega sendar færslur hvaðanæva að sem sýna glöggt sjálfsmiðun ótrúlega margra einstaklinga, flestra karlkyns en vegna enskunnar er stundum ekki hægt að vera viss.

Dæmi: 35 ára karl sendir 19 ára stelpu sem hann þekkir ekkert tilboð um að hittast eða guð-má-vita hvað, tekur fram að hann sé nice guy og í vinnu. Augljóslega að fara á fjörurnar við hana en þegar hún segir skýrt nei, að hún þekki hann ekki og hafi ekki áhuga ... og t.d. ekki á myndum sem hann vill senda eða fá ... snýst hann í roðinu og úthúðar henni.

Hljómar þetta eitthvað kunnuglega?

Aubry er Knúz, Öfgar og Edda Falak Bandaríkjanna og skíthælar og hálfvitar eru alls staðar til þannig að þessir hópar og einstaklingar hafa því miður nóg að gera við að svara þeim. 

Nú opna ég aldrei Twitter án þess að sjá og lesa a.m.k. þrjá þræði hjá Aubry og þrátt fyrir ljótleikann og ógeðið hjá sumum einstaklingunum (ég veit að ófyrirleitna fólkið er ekki alveg allt af karlkyni) er þetta holl lesning og svo stækkar orðaforðinn hjá mér glettilega mikið, ekki síst hvað varðar slangrið og merkingu skammstafana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband