Ég trúi á huldufólk

Ég á tvö hlaupaúr og stundum nota ég bæði í einu, þá þannig að ég kveiki á öðru þegar ég fer hjólandi í Nauthólsvík til að synda og hinu í sundinu og held síðan áfram að trakka hjólið á fyrra úrinu þegar ég er búin í sundinu. 

Ég týni aldrei neinu nema vettlingum stöku sinnum og núna upp á síðkastið hleðslusnúrunum með úrunum. Ég hef snúið öllu við til að leita að þeim, tel mig muna í smáatriðunum hvar snúran hafi síðast verið en allt komið fyrir ekki. En núna er ég búin að gera samkomulag við huldufólkið, það fær að nota snúrurnar þegar það þarf og svo finn ég þær aftur þegar ég þarf að nota þær. Önnur snúran lá til dæmis allt í einu undir rúmi í morgun ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband