Föstudagur, 9. desember 2022
ALMA - raunverulegir eigendur
Mér er sagt að þessi (sjá fyrra skjáskot) séu eigendur að leigufélaginu sem hækkar umyrðalaust leigu úr 250.000 kr. í 325.000 kr. á mánuði. Látum liggja á milli hluta hver markhópurinn er og sömuleiðis kveinstafi framkvæmdastjórans yfir Covid-tengdum þrengingum. Horfum snöggvast bara á hækkunina í prósentum. 30%.
Mér er sem ég sæi Halldór Benjamín Þorbergsson taka kröfum verkalýðshreyfingarinnar fagnandi ef þær væru upp á 30%.
Raunverulega eigendur ÖLMU má sjá í fyrirtækjaskrá, systkinin
Guðnýju Eddu Gísladóttur
Eggert Árna Gíslason
Halldór Pál Gíslason
Mér skilst að þau séu systkini og Facebook sagði mér í gærkvöldi að þau ættu nokkur matvælafyrirtæki, þar á meðal Ali (hamborgarhryggir) og Freyju (sælgæti).
Nú væri vel þegið að fá það leiðrétt ef einhver hefur farið fram úr sér, en meðan þessi fyrirtæki liggja undir grun mun ég ekki versla við þau. Leiðinlegt að það skuli líka bitna á starfsfólkinu en óbragðið er slíkt að ég hef ekki lyst á uppáhaldsnamminu mínu í bráð.
Athugasemdir
Um okkur - Langisjór ehf
Langisjór ehf. er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf., og Síld og fiskur ehf. Hjá samstæðunni starfa um 370 manns.
Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra.
Auðfólk okrar á öryrkja – Samstöðin
Stærsti eigandi Langasjávar ehf. er Möltufélagið Coldrock Investments Limited. Coldrock á 57 prósenta hlut í Langasjó á móti ríflega 10 prósenta hlutum systkinanna fjögurra. Félög systkinanna á Möltu voru meðal annars nefnd í þekktum skattaskjólsleka, Paradise Papers, sem alþjóðlegu blaðamannasamtökin ICIJ opinberuðu fyrir nokkrum árum.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2022 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.