Sunnudagur, 1. janúar 2023
Áramótaskaup 2022
Ég var mjög ánægð, alveg himinlifandi. Ég fór yfir hvern ramma í dag til að rifja upp hvað mér þætti best vegna þess að í erli kvöldsins rekur hvert atriðið annað og ég þurfti að hafa mig alla við að hlæja að nýjum og nýjum brandara. Ég held að ég hafi mögulega í fyrsta skipti í langan tíma áttað mig á öllu þótt ég hafi verið dálítið lengi að kveikja á Halla rampi, ekki af því að mér sé ekki minnisstæð umræðan um ófatlaða leikarann sem lék fatlaðan mann á sviði heldur vegna þess að Halli er þekktur fyrir allt annað en að trana sér fram.
En hér er myndasagan mín. Mér finnst tilraunarinnar virði að láta þjóðina segja sína skoðun á lokalaginu fyrirfram en ég heillaðist ekki af því. Það var of sundurleitt eins og gerist þegar allt fólk á að fá að setja sinn svip á lagið. Og svo er meðvirkni ekki gjöfult og drífandi afl.
---
Frábær opnun með góðum og markvissum söng - og með þátttöku barna:
Pétur Jóhann og Ilmur eru frábærir leikarar og ekki spillti kötturinn:
Kosningar í Reykjavík - þessi skets fannst mér mjög nálægt toppnum:
Ég hefði ekki veðjað á það nokkurn tímann að Jörundur Ragnarsson yrði svona fullkominn Einar Þorsteinsson. Hnökralaust atriði:
Eins og við vitum er ekki hlaupið að því að koma undir sig fótunum og yfir sig þaki. Bónus er að ég þekki ekki leikarana á þessu skjáskoti:
Brennið þið vitar:
Ég hef þetta brot með en mér þótti það atriði síðra en mörg önnur og endurtekin of oft. Svo er hægt að svíða málfræðihjartað um of:
Þessi börn! Sum þeirra léku í jóladagatalinu í desember. Þvílík framtíðarsýn, þvílíkur texti. Þvílíkt spark í Samherja. Og svo er mér sagt að Samherji hafi fjármagnað þáttinn. Ég finn það hvergi skrifað:
Það á að vera vont að hjóla í Samherja.
Hann hefur engin MANNréttindi vegna þess að hann er köttur:
Þetta atriði var náttúrlega eins og maður sér í kommentakerfunum þangað til eiginkonan heyrði að Hilmir Snær væri á lausu:
Atriðið með hestinn var mjög gott og táknrænt fyrir nágrannaerjur sem fara út yfir öll mörk. Pétur Jóhann var algjörlega frábær en mér fannst meðleikarinn skemma senuna.
Enn og aftur er leikari valinn sem hentar hlutverkinu:
Með effi eða vaffi! Þetta minnti mig á þegar ég sá einu sinni á netinu talað um kúgfulla matskeið af einhverju. Einn hljóðstafur getur vissu í efa breytt:
Nei, sko, mávurinn mætti á afsökunarnámskeið og hafði séð að sér:
Mér finnst allt í lagi að þekkja leikarana líka stundum. Siggi fer alltaf á kostum:
Þessi brandari bætti að vísu engri breidd í fáránleika umræðunnar en samt vel gerður skets:
Já, löggan fékk verðskuldað djók á sinn kostnað:
Hver bera ábyrgð á stýrivaxtahækkununum og þar með hækkandi vöruverði og hækkandi afborgunum? Tásað á Tene:
Við viljum ekki setjast á pissið:
Og undir lokin fengu áhugamenn um pólitík eina hárbeitta ádeilu. En hvað heitir þessi fína leikkona?
Af hverju er mér sagt að Samherji hafi borgað þáttinn?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.