Slaufa eða útskúf?

Nú er ég bara mjög hissa. Ég las grein á Vísi þar sem hanskinn er tekinn upp fyrir gerendur. Eða hvað? Greinin er löng og til varnar mönnum sem hefur verið slaufað en ekki eitt aukatekið orð um ástæðu slaufunarinnar, þ.e. hvort þeir höfðu brotið af sér. Mér finnst það grundvallaratriði, að lágmarki að þeir séu spurðir hvort þeir hafi gert eitthvað sem útskýrir útilokun.

Ritgerð háskólanemans er lokuð til loka næsta mánaðar en af útdrættinum má ráða að höfundur taki sér stöðu með þeim sem var slaufað en ég sé ekki að þeir séu ekki gerendur. Þegar nöfnin eru strokuð út veit maður ekki hvort maður þekkir til einststaklinganna en miðað við það sem lagt er fyrir lesandann mig er höfundur að taka sér stöðu með gerendum.

En ég er lítið fyrir alhæfingar þannig að ég fullyrði ekki neitt. Ég bara trúi því að fleiri verði fyrir kynferðislegu ofbeldi sem markar líf þolenda, fjölskyldna þeirra og vina til langs tíma en að einstaklingar séu bornir alröngum sökum um kynferðisglæpi. Besta leiðin til að losna við ávirðingar er að brjóta ekki á fólki.

Ég trúi því sem mér hefur verið sagt, að falskar ásakanir heyri til undantekninga.

Ég óska öllum lífs sem er laust við ofbeldi, rangfærslur og gaslýsingar og samúð mín er óskipt með þolendum þess sem ég taldi upp. Ef saklaus maður af hvaða kyni sem er er borinn sökum hef ég augljóslega líka samúð með honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband