Var Vilhjálmi og Ragnari lofað að semja ekki út fyrir meintan ramma?

Ég hef heyrt að hvorki Starfsgreinasambandið né VR hafi gert kröfu um að önnur verkalýðsfélög gætu ekki samið á sínum forsendum við Samtök atvinnulífsins. Það er samt mantran sem framkvæmdastjóri SA fer með. Mikið væri nú gott ef viðmælendur framkvæmdastjórans spyrðu aðeins betur út í þetta. Merkilega margir þáttagerðarmenn hafa verið duglegir að stoppa eintalið hans en ekki nógu margir fréttamenn. 

Það væri gott að fá þetta á hreint. Myndu SGS og VR bregðast illa við ef verkafólk Eflingar fengi meira en það sem SGS og VR hafa samið um? Og ég spyr aftur: Af hverju erum við með mörg stéttarfélög ef þau eiga öll að elta það félag sem semur fyrst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband