Samskip + Eimskip = tap almennings

Já, ég ætla bara að leggja þetta hér frá mér svo ég gleymi því ekki. En svo vil ég segja: Hver vissi þetta ekki? 

Hver veit ekki að við búum í fákeppnissamfélagi? Ég nefni bankana sem ganga í takt og keppa ekki hver við annan. Ég nefni tryggingafélögin og eldsneytissala. Mögulega eru fjarskiptafyrirtækin í samkeppni en kannski eru þau það ekki.

Ábyrgð neytenda er auðvitað einhver. Ég hef t.d. ekki keypt Freyju-súkkulaði síðan það komst í hámæli að eigendur Freyju eiga líka leigufélagið ÖLMU. Hins vegar er erfitt að vara sig og auðvelt að gleyma sér um stund og versla við þann sem maður vill ekki versla við.

HFF.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Samskip gera aldrei neitt sem ekki má hvorki hérlendis né í Namebíu!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.9.2023 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband