Starfsferill eða árangur?

Já, manni finnst eins og þetta tvennt fylgist að, þá af því að maður er alinn upp við að manni farnist vel ef manni gengur vel í vinnu. Er það ekki rétt hjá mér?

Ég horfði á áhugaverða bíómynd um togstreitu milli þess að taka ákvarðanir í almannaþágu og fórna ferlinum og þess að hlúa áfram að egóinu sem endurspeglast í farsælu starfi.

Ég vil ekki segja meira um það ef einhver skyldi vilja fara inn á RÚV og sækja myndina þar.

Mér er samt óhætt að segja að myndin er um byssulöggjöf og rökin með því að leyfa hinum almenna borgara í Bandaríkjunum að kaupa og eiga byssu til að verja sig og fjölskyldu sína, eins og þar stendur, og rökin gegn því að leyfa hinum almenna borgara í Bandaríkjunum að kaupa og eiga byssu vegna þess að hinn almenni borgari getur verið brjálæðingur og fjöldamorðingi.

Ég ímynda mér að flest sem ég þekki vilji hafa strangt eftirlit með byssueign fólks en þið getið bölvað ykkur upp á að vandræðalega margir almennir Bandaríkjamenn og spilltir pólitíkusar vilja leyfa óhefta byssueign með veikum rökum til þess að byssuframleiðendur geti skarað eld að eigin köku.

Þegar til stykkisins kemur hugsa nefnilega óhóflega margir um eigið hægindi umfram stóru hagsmunina - og það þótt þeir gætu ekki með nokkru móti komið öllum sínum auði í lóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband