Annað fyrirtækið játar samráð, hitt ekki

Ég heyrði rök lögmanns Samskipa á Sprengisandi á sunnudaginn en gef bara ekkert fyrir þau. Lögmaðurinn var mjög sannfærandi og ég trúi ekki einu aukateknu orði.

En tölum um upphæðir. Miðað við umræðuna hafa aðalflutningafyrirtækin tvö haft stórkostlega mikið fé af fyrirtækjum sem hafa orðið að velta kostnaðinum út í verðlag sem hefur bitnað á neytendum. Ég held að allir séu sammála um að þannig virki fákeppni.

Lögmaðurinn talaði eins og hann hefði lesið allar 3.200 síðurnar sem Samkeppniseftirlitið tók saman um samráð fyrirtækjanna. Það hefur tekið hann dágóðan tíma og eitthvað kostar hann. Svo leggur hann nafn sitt við málflutninginn og eitthvað kostar það. Samskipum finnst þess virði að taka hraustlega til varna. Hvað ætli Samskip séu að verja mikla hagsmuni með því að tefla fram sínum besta lögmanni?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband