Að mótmæla eða ekki að mótmæla

Það er alveg hugsanlegt að konurnar tvær sem klifruðu upp í möstrin á hvalveiðibátunum í fyrradag séu atvinnumótmælendur, svona eins og ýmsir atvinnulobbíistar hjá samtökum. Ég veit ekkert hvort þær brenna fyrir því sem þær gera, frekar en lobbíistar sem beita sér fyrir málstað sem ég veit ekki hvort þeir trúa á.

Með aðgerð sinni sem aðgerðasinnar vöktu þær meiri athygli en lengi hefur verið á hvalveiðum Íslendinga. Sumum finnst allt í lagi að vera lengi að drepa dýr, sumum finnst það ekki. Ég held að okkur þætti öllum óeðlilegt að sarga kind með lélegu verkfæri en ég veit ekkert um vitsmuni eða sársaukastuðul þeirra sem ekki geta tjáð sig.

En erindi mitt í dag er að taka undir með Stefáni Pálssyni, það var fáránlegt að fórnarlambavæða Anahitu og Elissu. Og ég skil ekki enn af hverju bakpoki annarrar með vistum og hlýjum fötum var tekinn af henni fljótlega eftir að þær hófu mótmælastöðuna. Lögreglan segir að það hafi verið til að flýta mótmælalokum og bera mótmælastöðu í atvinnutæki við það að hreiðra um sig í stofu einstaklings með svefnpoka og næringu.

Lögregluþjónninn sem á endanum fór upp með búnað til að hjálpa þeim niður virkaði geðugur og er það sjálfsagt en þessi gjörningur lögreglunnar er henni til skammar.

Borgaraleg óhlýðni og þrákelkni Rosu Parks leiddi til stórkostlegra framfara. Réttur fólks til mótmæla á Íslandi ætti að vera hafinn yfir vafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband