Ef útskriftargjöldin væru ólögleg ...

Viðskiptabankinn minn rukkar mig um 340 kr. í hvert skipti sem ég borga reikninginn minn fyrir að nota kreditkortið mitt. Ég geri ráð fyrir að bankinn myndi rukka mig um þessa upphæð þó að einu greiðslurnar væru föstu greiðslurnar sem eru skuldfærðar sjálfkrafa. Þannig má rökstyðja að það sé hagstæðara að borga meira með kortinu og hafa aðeins eitt kort.

En ef einhver færi í mál við bankann/bankana og á daginn kæmi að útskriftargjöldin væru ólögleg og segjum að allt eldra en fjögurra ára væri fyrnt og ef bankinn neyddist til að endurgreiða viðskiptavinum sínum útskriftargjöldin til fjögurra ára ætti ég inni 48 x 340 kr. = 16.320 kr. Og segjum að viðskiptavinirnir væru 10.000 (sem er mjög hóflegt í næstum 400.000 manna samfélagi), þá hefði bankinn oftekið 163.200.000 kr. á fjórum árum.

Ég er búin að fá mér Indó-kort og nú vona ég bara að Indó haldi sjó til lengri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband