Fyrrverandi kennari

Ég hætti að kenna í grunnskóla 1996 og framhaldsskóla 2001, ekki af því að ég væri komin á aldur heldur vegna þess að mér fannst vinnuumhverfið óboðlegt. Börnin komu ólesin í skólann og álagið var þannig að ég átti aldrei almennilega frí um helgar eða páska. Ég átti frí um jólin vegna þess að þá voru annaskil en um páska sat ég uppi með ritgerðir sem ég varð að lesa þá.

Ég hlustaði á Jón Pétur Ziemsen í síðdegisútvarpinu í gær og hreifst með ákafanum og ástríðunni. Ég veit ekki hvað á að gera til að snúa þróuninni við - ef ég hefði vitað hvað væri til ráða hefði ég sennilega ekki flúið fyrir rúmum 20 árum - en ég held að ráðamenn ættu að hlusta á fólkið í skólunum. Svo þurfum við öll að róa í sömu átt og ekki vera í stöðugum umkenningaleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband