Hákarlaverkun hverfandi atvinnugrein

Ég kveikti á Rás 1 í dag sem ég geri alltof sjaldan. Vítt og breitt var í gangi og í þættinum var tekið hús á Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Hann er snilldarfýr, einn af sárasárafáum sem enn kann að verka hákarl.

Hann býr þarna í Bjarnarhöfn og verkar hákarl en er líka búinn að koma sér upp aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum. Mig minnir að ég hafi aðeins einu sinni farið til hans með farþega, en ég held að þrátt fyrir stórfengleika Snæfellsnessins hafi heimsóknin á hákarlasetrið staðið upp úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Maðurinn er líka snilldarsögumaður. Einn af eldri kynslóðinni sem drakk í sig frásagnargáfuna með móðurmjólkinni. Í fyrrasumar stóð ég í kapellunni í Bjarnarhöfn og reyndi að þýða jafnóðum á ensku það sem hann sagði fyrir hóp soroptimista sem komu frá Indlandi, Englandi, Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Ferðafólkið var ánægt vegna þess að það skildi hann auðvitað ekki en eftir á kom hann til mín og sagði: „Þú þýddir vel.“ „Hvernig veistu það?“ Spurði ég. „Fólkið hló,“ svaraði hann.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:49

2 identicon

Við komum einmitt við í Bjarnarhöfn með kanadísku brúðkaupsgestina okkar í apríl og ég held að þetta hafi einmitt verið einn af hápunktum Íslandsheimsóknarinnar fyrir alla!

Karlinn er hreint út sagt dásamlegur! og ég fékk einmitt hrós frá honum fyrir þýðingu á frásögn hans í kirkjunni. 

Elísabet (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, en er hann ekki falinn? Ég meina, haldið þið að fólk viti almennt um hann og þessa sagnagáfu hans?

Svo hef ég áhyggjur af að þekkingin á hákarlaskurði tapist með honum.

Berglind Steinsdóttir, 10.6.2007 kl. 21:44

4 identicon

Jú, ég held að hann sé alltof vel falinn. 

Elísabet (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband