Heiðra skal maður föður sinn og móður

Og mér hefur alltaf fundist assgoti smart af pabba að eiga afmæli á kvenfrelsisdaginn (ha, kvenréttindadaginn?). Hin síðustu ár er hann líka farinn að versla, elda og ganga frá. Batnandi mönnum er best að lifa og megi hann lifa sem lengst. 

Pabbi á besta aldri 

Hér er hann í bústað í Snæfokslandi í Vaðnesi, alla afmælisvikuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með hann pabba þinn!

Elísabet (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:30

2 identicon

Til hamingju med hvad hann er smartur. Skiladu kærri kvedju til Afmælisbarnsins, og til konunnar sem er gift batnandi manni!

Unnur Mjöll (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Flott hjá honum. Karlar af þessari kynslóð voru ekki aldir upp til þess að sinna einu né neinu sem talin voru kvenmannsstörf, en margir þeirra hafa tekið upp á þessu sjálfir á seinni árum - stundum af því að þeir sjá ungu mennina gera þetta. Pabbi hefur reyndar tekið þátt í flestum heimilisstörfum með mömmu - nema að strauja. Það hefur hann aldrei gert.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.6.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, hvað þið eruð næs, stelpur. Þetta er óskaplegt „boost“ eins og hann myndi ekki segja sjálfur, hahha. (Og hann straujar víst ekki, en reynir að velja straufríar skyrtur ...)

Berglind Steinsdóttir, 20.6.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband