Þýðingaprófið í morgun

Margt spaklegt gæti ég sagt um prófið sem ég tók í morgun í þýðingafræðinni en af því að mér finnst að ég gerði umsjónarmanni námsins grikk með því læt ég duga að halda og hugsa í hljóði að þessi samningur við Bosníu og Hersegóvínu hafi verið eins og atvinnutilboð!

Auðvitað vona ég að mér hafi gengið vel, held það reyndar líka og veit að þessir þrír klukkutímar voru stórskemmtilegir. Orðaglíma er skemmtileg. Verst að ég er ekki skráð í fleiri próf.

Allt hefur sinn tíma ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband