Bjúgverpill

Ég fylgdist ekki alveg nógu vel með keppninni milli MR og Versló en voru ekki áhöld um að eitt orð (og þannig svar) hefði verið rétt í hraðaspurningunum? Sjálfri heyrðist mér annað liðið segja kannski bjúgverpur (þýðing á boomerang) og hitt liðið gerði athugasemd við orðið, hvernig sem það nú annars var. Dómarinn útskýrði ekki, sagði bara að rétt hefði verið gefið fyrir. Eftir sat ég með efasemdir.

http://www.adamdorman.com/preview.php?TableName=bryce3d&image=9&page=1

Keppnin var spennandi í lokin. Þetta er frábært útvarps- og sjónvarpsefni þegar vel tekst til.


mbl.is MR í undanúrslit í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nemandi í MR og var á keppninni í kvöld, sat í annarri röð framan við lið Verzlunarskólans. Ég get þ.a.l. fullyrt það að hann sagði 'bjúgverpur', en fullt af fólki sem ég var með heyrði þetta líka. Einnig vorum við sammála um að dómarinn hefði reynt að leiða þetta hjá sér.

Gísli Garðarsson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Auðvitað getur svona breytt gangi keppninnar vegna þess að mögulega verður liðið sem gerði athugasemdina undir annarri átt í einhverja stund á eftir. Sálfræði þess að vera yfir eða undir er ekkert gamanmál.

Svona sterk lið eru þó mjög einbeitt og láta ekki slá sig út af laginu þannig að kannski skipti það ekki máli að þessu sinni.

Berglind Steinsdóttir, 1.3.2008 kl. 12:10

3 identicon

En ef spyrill og dómari heyrðu báðir hið rétta svar, eða minnsta kosti töldu sig heyra rétt svar þá gildir það. Sá dómur sem gefinn er í hita leiksins gildir og ekki þýðir að spyrja salinn (til dæmis Gísla) eða fara yfir svarið í upptöku. Svona er þetta bara. Í flestum leikjum með dómara gera þeir mistök líkt og keppendur. Hraðaspurningar og hraðsvör auka líkurnar á því. Og jamm og já.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, kannski fór ég dálítið offari í gærkvöldi. En GETTU hvað, þátturinn er í endursýningu NÚNA.

Berglind Steinsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband