Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Dónaskapur í okkur leiðsögumönnum
Við leiðsögumenn vitum vel hversu fáránlega miklu máli getur skipt að fólk komist á prívatið. Rútubílstjórar eru ekki hrifnir af því að ferðamennirnir pissi í sætið, það hefur margkomið fram, og ég er ekki frá því að ég skilji það, hmmm. Þegar fólki er orðið mikið mál er því skítsama um Kerið, Dettifoss og Dyrhólaey - það vill bara postulínið.
Í bréfinu voru menn ekki beðnir að mæla skítinn, hvorki sinn eigin né ferðalanganna, heldur aðstöðuna. Er opið, er þrifið, er pappír, er vatn, heldur skúrinn vatni?
Bréfið frá formanni Félags leiðsögumanna var svona:
Ágæti leiðsögumaður
Ferðamálastjóri hefur óskað eftir samvinnu við Félag leiðsögumanna til að kortleggja ástand aðkomu og ástand mála á vinsælum viðkomustöðum ferðamanna.
Til að fá raunhæft mat á ástandinu óska ég eftir að leiðsögumenn meti ástand, þ.á m. á salernisaðstæðum, göngustíga og hreinlæti á viðkomustöðum sínum og skrái í meðfylgjandi dagbók fram til 15. september og sendi hana síðan til félagsins. Prentið út dagbókina og fyllið inn jafnóðum.
Ef leiðsögumenn vilja koma einhverju öðru á framfæri, bæði jákvæðu jafnt sem neikvæðu, óska ég eftir að þeir sendi það í sérstöku erindi til félagsins.
Við höfum líka verið beðin um að meta aðgengi fyrir hjólastóla. Við erum bóngott fólk og okkur langar að gera fólki lífið léttara. Meiri djöfuls dónaskapurinn, hmmmm.
Skrásetja klósettferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.