Atrenna að þýðingum

Ég hitti Frakka sem ég þekki á Hakinu í gær. Hann var að þýða Karitas án titils yfir á frönsku og nú er hann að byrja á Exinni og jörðinni. Skiladagur í mars.

Ég spurði hvernig hann bæri sig að. Hann byrjar á því að lesa söguna - aftur og aftur, aftur og aftur, þangað til hann er næstum búinn að læra hana utan að. Svo byrjar hann að þýða.

Hann skaust einn hring sem leiðsögumaður og hafði svo gott upp úr því að hann réttlætir það að sitja við þýðingar allan veturinn. Svo illa eru bókmenntaþýðingar borgaðar.

Sem betur fer nýtur hann þess að þýða ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær varð leiðsögumannsstarfið svona vel borgað, að einn túr um landið dygði til að lifa af heilan vetur ?

Steinmar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef stundum verið beðin að þýða bækur en alltaf afþakkað vegna þess hvað það er illa borgað. Ég afþakka líka alltaf beiðnir um leiðsögn þar sem á að borga taxta.

Hvernig stendur á því að öll vinna við hugverk er svona lítils metin og illa borguð? Ef hún legðist af er ég hrædd um að hvini í þjóðfélaginu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Steinmar Steinmar, ég sagði ekki að hann lifði af því, fjarri því. Og allir sem þekkja taxta leiðsögumanna vita að enginn lifir heilan vetur af hálfs mánaðar túr. Það er bara að þegar hann er búinn að vinna þýðinguna eins vel og hann getur hugsað sér að láta hana frá sér er tímakaupið komið langt niður. Þess vegna var túrinn uppgrip - samanburðurinn skýrir allt.

Já, Lára, það er undarlegur andskoti. Ég er hins vegar ekki eins staðföst og þú og þýddi mína fyrstu bók um daginn. Ég hugsa að tímakaupið hafi ekki farið lengra niður en í 1.500 kr. (verktaka, hahha). Ég afsaka það með því að ég sé byrjandi í þeim bransa og eigi eftir að vinna mig upp ...

Berglind Steinsdóttir, 25.7.2008 kl. 15:47

4 identicon

Já, það gat bara ekki staðist að leiðsögn væri skilgreind sem uppgrip, nema þá miðað við þýðingar. En, er það ekki þannig að þegar maður er búinn að skila sinni vinnu eins og maður vill sjálfur þá er tímakaupið farið að lækka verulega ?

Samviskusemin er ekki alltaf vel borguð, því miður.

Gangi þér vel í leiðsögninni, þetta er lifandi og gefandi starf, en bara ekki nógu vel launað.

Steinmar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hmm, Steinmar, ég þekki reyndar leiðsögumenn sem skilgreina leiðsögn sem uppgrip af því að þeir vinna botnlaust í þrjá mánuði og hafa upp undir 2 milljónir í brúttólaun.

Ég og fleiri erum hins vegar að draga okkur í hlé frá þessu lifandi og gefandi aukastarfi - þú sjálfur? - ég er yfirleitt nógu samviskulaus til að vilja fá sanngjörn laun fyrir vinnuna mína!

Berglind Steinsdóttir, 25.7.2008 kl. 19:19

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ha???!! eru nú leiðsögulaun alltíeinu léleg ?!

Með splunkunýja samninga, sem eru svooo góðir að heil 20 % prósent atkvæðabærra félaga töldu að þriggja ára samningar væru temmilegir ! Og samþykktu fyrir hond hinna 95% félaga sinna.

(20% atkvæðabærra =ca. 5% allra félaga)

Börkur, (sem veit vel muninn á launum og tekjum).

Börkur Hrólfsson, 26.7.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Börkur, þú hlýtur að vera búinn að vinna of mikið í sumar, það er svo langt síðan ég heyrði frá þér. Hvernig eru klósettmálin við Dettifoss?

Berglind Steinsdóttir, 26.7.2008 kl. 15:47

8 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Skítsæmileg!!

Börkur Hrólfsson, 26.7.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband