Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Var góðærið íslenskt og er vondærið útlenskt?
Mér þykja öll rök hníga að því að kaupmátturinn hafi alltaf verið séríslenskur, velsældin og uppþemban en þegar bumban sprakk og innyflin ultu út varð fyrirbærið strax að alheimskreppu.
???
Annars er augljóst að fólk mætti bara í svona stórum stíl á borgarafundinn í gær af því að það kostaði ekkert inn ... ekki satt?
Ekki satt?
Einhvern tímann var nefnilega haft á orði að fólk sækti í það sem væri ókeypis þótt það þyrfti ekkert á því að halda.
Og ég borgaði bara 900 krónur í dolluna af því að þær krónur voru lausar í buddunni. Dvölin í Háskólabíói var miklu meira virði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.