Þéttum byggðina, þéttum byggðina, við búum í borg

Og ég skal fórna mér, ég skal hafa nágranna á stofuglugganum. Ég dreg bara fyrir þegar mér finnst við hæfi. Ef ekki væri fyrir vistkerfi Vatnsmýrarinnar legði ég til að þar yrði byggð 15.000 manna byggð.

Ég minni á að það eru fleiri bílar en ökuskírteini í Reykjavík. Þótt einhverjir einstaklingar eigi tvo bíla af því að þeir eru búnir að endurnýja þótt þeir séu ekki búnir að selja þann gamla getur það ekki afsakað þessa staðreynd.

Og þetta þýðir? Já, einmitt að þrír fjórðu Reykvíkinga keyra sjálfa sig eina saman á vinnustað daglega.

Ég var einhverju sinni á borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem var verið að tala um skipulagsmál. Einn gesturinn lagði til að húsin norðan megin við Laugaveginn yrðu öll rifin, mig minnir alveg niður að sjó reyndar, sem sagt líka Hverfisgata og Lindargata og kannski Skúlagata, og svo yrði byggt upp þétt hverfi - sem myndi þýða að strætó ætti oftar og meira erindi þangað, þ.e. af öllum þeim fjölda sem gæti sest að miðsvæðis myndi svo og stór hópur vilja vera bíllaus.

Þetta var náttúrlega svo róttækt að enginn í pallborðinu virti hann svars. Mér finnst sjálfri þetta dálítið dramatískt en engu að síður er lausnin fólgin í þéttingu byggðar.

Við búum í borg!

Svo búa aðrir í dreifbýli og þar gilda önnur lögmál og viðhorf.


mbl.is 73% aka einir í bíl til vinnu eða skóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Sammála hverju orði, svo þú sparar mér sambærilega færslu.

Sigurður Ásbjörnsson, 16.2.2007 kl. 20:44

2 identicon

Vistkerfi Vatnsmýrarinnar. Er það í alvöru svo merkilegt, einstakt og stórfenglegt. Ég sé fyrir mér sveitarstjórnamenn utan af landi hlaupa um eins og gæsir í sárum í leit að þingmanni kjördæmis síns. Æ, er þetta ekki bara della?

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hef viljað leyfa Vatnsmýrinni að njóta vafans. Mér hafði skilist af líffræðingi í nærumhverfi mínu að vistkerfi hennar væri einstakt, já, þannig að einhver verður að sannfæra mig um annað. Svo má náttúrlega fara að ræða veru flugvallarins af upplýstu viti.

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 22:27

4 identicon

Er sammála um að það þurfi að þétta borgina. Málið er bara að ísl hafa engan áhuga á að búa í borg, ég bý sjálfur í frekar þéttri borg erlendis þar sem ég hjóla, eða nota almenningsamgöngur, hef ekki ennþá hitt einhvern ísl sem ekki dreymir um einbýli en það gæti ég ekki hugsað mér finnst þessi suburbs alltaf eitthvað svo dauð, fleira fólk á gangi á mánudagasnótt í mínu hverfi en um miðjan dag í þessum hverfum. Mikilvægt að þurfa ekki að fara neitt þessa tvo góðviðrisdaga í rvk, hentugast að geta skroppið í sinn eigin garð.

hordur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ansvítans, er ég eini Íslendingurinn sem þráir ekki einbýlishúsið? Ég viðurkenni að ég bý svo vel að vera á 3. hæð, horfa ofan á nokkur þök og sjá vítt til vesturs - en ég myndi fórna þeim gæðum fyrir önnur meiri.

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 22:50

6 identicon

Það er hægt að taka hvaða drullupoll sem er og segja (með upphafningu í röddinni) þetta er einstakt vistkerfi. Reykjavík er alveg einstakt vistkerfi á sinn hátt, en fjandakornið, það hlýtur að borga sig að breyta svæðinu í vænleg svæði til búsetu. Fiðurféð og pöddurnar geta bara fundið sér aðra drullupolla að leika sér í. Þar fyrir utan skar Tjallinn naut vafans hér um árið án þess að spyrja nokkurn líffræðing.

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:54

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, Kjartan, kannski er þér að takast það ...

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband