Stafsetning er samkomulag hvers tíma

Ég stal rétt í þessu fyrirsögninni úr athugasemd við færslu hjá Eiríki Rögnvaldssyni, einum af kennurum mínum í íslensku á sínum tíma. Þetta er falleg setning og hún er sönn. Stafsetning er mannanna verk og ritháttur á að endurspegla það sem er sagt og nógu skýrt til að allir skilji hvað átt er við. 

Ég er smásmugulegur prófarkalesari og það á við í því starfi. Sem íslenskunotandi er ég hins vegar opin fyrir því að tungumálið þróist – en það verður að vera í góðu samkomulagi milli kynslóða. Frekar vil ég þróaða íslensku en hráa ensku á Íslandi og ef við höldum áfram að djöflast í þágufallssýki hjá yngsta fólkinu hverju sinni er meiri hætta á að við missum það frá okkur. Málbreytingar byrja sem málvillur. Einu sinni var „rétt“ að segja „læknirarnir“ í fleirtölu og einu sinni sagði fólk: Við „hittustum“ þá á miðvikudaginn. Jónas Hallgrímsson sagði að sig vonaði“ og Konráð Gíslason, báðir Fjölnismenn, að sig vænti“.

Ég óska þess bara að fólk fari ekki að fallbeygja sagnir eða fokka á annan hátt upp í kerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband