Íslandsflug

Það er að bera í bakkafullan lækinn að samhryggjast WOW, starfsfólkinu, viðskiptavinunum og almenningi sem sýpur að einhverju leyti seyðið af þrotinu en ég ætla samt að mæra samkeppnina. Mér finnst grátlegt að Skúli hafi orðið að játa sig sigraðan og ég hef verið að rifja upp þegar ég bjó fyrir 20 árum á Sauðárkróki og flaug reglulega þaðan til Reykjavíkur. Ég hafði val um Íslandsflug og Flugfélag Íslands. Íslandsflug var yfirleitt um þúsundkalli dýrara, 10.000 í stað 9.000, en ég valdi það til að styðja við samkeppnina. Hins vegar er alltaf spurning hvað lítil samfélög bera mikla samkeppni sem verður, stærðarinnar vegna, óhjákvæmilega fákeppni.

Í fyrra flaug ég með WOW til Tel Avív fyrir 37.000 kr. Það var of lágt verð og ég hefði borgað meira. Fram og til baka vorum við um 14 klukkutíma í loftinu. Það kostar ýmislegt, eldsneyti og starfsfólk svo maður nefni það augljósa. Og kolefnissporsins vegna finnst mér að verð á flugi eigi að kosta nóg til að fólk hugsi sig um. Á mínum yngri árum var ég aldrei minna en mánuð í hverri utanlandsferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband