Hvenær verður tal texti?

Í nokkra mánuði hef ég ætlað að byrja á lokaritgerð minni í þýðingafræði um innanmálsþýðingar, þ.e. þýðingar af íslensku talmáli yfir á íslenskt ritmál, með hliðsjón af þingræðum. Annir í vinnu hafa tafið mig aðeins en ég veit að þetta gerist í sumar, með útskrift í febrúar. Geggjað tilhlökkunarefni.

Á föstudaginn tók blaðamaður við mig viðtal um þetta sérstaka áhugamál mitt þótt undir öðrum formerkjum væri og nú hlakka ég enn meira til að steypa mér í rannsóknir. Í gær var svo viðtal við skrifstofustjórann minn í öðrum fjölmiðli og ég er orðin mjög spennt að sjá framhaldið á þinghaldinu. Það yrði kúvending í störfunum ef 32 þingmenn, eða fleiri, yrðu að sitja undir öllum umræðum í þingsal. Menn þurfa að koma sér saman og finna í sameiningu leiðir að markmiðunum. Spennandi – en tímabært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög fínt viðtal - var búin að lesa :)

() Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.6.2019 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband