Hjólum stolið

Hjólum virðist vera stolið í atvinnuskyni. Og hvað getur sá gert sem verður fyrir barðinu á slíkum þjófnaði? Ég er ekki búin að lesa öll persónuverndarlögin frá 2018 en miðað við reynslu Valda í Hjólakrafti er réttur þjófsins meiri en þess sem stolið er frá. Valdi er sem betur fer með öflugt tengslanet og bæði hjólin sem var stolið frá honum fyrir 10 dögum hafa fundist og eru komin aftur heim í Hjólakraft.

Bróðurdóttir mín varð fyrir svipuðu í vikunni, á að vísu ekki myndir og hefur engin tök á að endurheimta hjólið nema einhver athugull sjái það eða sé boðið það til kaups. Djöfulsins.

Við þurfum greinilega öll að taka að okkur að vera hið vökula auga löggæslunnar og eitt skrefið er að kaupa ekki notað hjól af einhverjum sem við höldum að eigi það kannski ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þykir mörgum undarlegt að fá ekki að brjóta refsilaust á fólki sem það heldur brotlegt. Telja þannig óumbeðna hjálpsemi við lögreglu og dómskerfi hið besta mál. Enda lenska að telja refsingar ætíð of vægar og betra að refsa saklausum en að láta sekan sleppa. Lúkas hvað?

Einhver benti á það að ef fólk á dýr hjól, og vill verjast þjófnaði, að kaupa þá ekki lás í Tiger eða Rúmfatalagernum.

Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2019 kl. 20:30

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vá, hvað þú ert skrýtin skrúfa. Ég sé sjaldan svona grímulausan stuðning við glæpi. Ef maður fer út úr ólæstu húsi sínu hlýtur næsti maður sem gengur hjá að mega ganga þar inn og láta greipar sópa að þínu áliti. Það finnst mér óeðlilegt og glæpsamlegt. Réttur manns til þess sem hann hefur aflað sér heiðarlega hlýtur að vera meiri en réttur annars til að taka það ófrjálsri hendi og þá ætti óburðugur lás engu máli að skipta.

Ég skil reyndar ekkert í mér að reyna að koma við þig tautinu. Ég veit enn ekkert hver þú ert eða hvað þér gengur til. 

Berglind Steinsdóttir, 29.9.2019 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband