Uber

Nú er ég að verða svo ógurlega mikill ferðamaður að ég sótti mér Uber-appið í vikunni og virkjaði í fyrsta skipti. En Uber er ekki í boði í Reykjavík. Af hverju ekki? (Tek fram til öryggis að ég ætlaði ekki að panta mér bíl núna, var bara að sannreyna.)

Screenshot_20191116-081228_Uber


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takmarkanir á fjölda leigubíla og að eru víst einhverjar reglur sem heimta aukin ökuréttindi til fólksflutninga gegn gjaldi, sérstakar tryggingar fyrir þá sem kaupa sér far, búnað ökutækja í þannig rekstri og skil á sköttum og gjöldum. Einhver sagði deilihagkerfið vera annað orð yfir skattsvik. Allavega fá skólakrakkar á gamalli toyótu ekki að ná sér í svartan aukapening um helgar með því að aka þér ótryggðri um Reykjavík loksins þegar eitthvað er að gera hjá þeim sem stunda þennan akstur sem atvinnu alla daga.

Vagn (IP-tala skráð) 16.11.2019 kl. 17:25

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég næ ekki samhenginu hjá þér. Er Uber með svarta starfsemi í öðrum löndum? Ég borgaði með korti og fékk kvittun.

Berglind Steinsdóttir, 17.11.2019 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband