Gummi, bróðir minn

Einhverjir bloggvinir mínir muna kannski eftir færslum um bróður minn sem stal af mér og foreldrum okkar peningum. Hann hefur nú haft tvo mánuði ótruflaða af mér til að grípa til þeirra aðgerða að endurgreiða eða semja um skuldirnar. Hann hefur ekki gert það. Einhver Facebook-vinur hans (hann blokkaði mig) segir að hann sé á Indlandi og að hann hafi keypt sér jeppa (ekki endilega tengt). Ég hef aðallega verið þakklát fyrir tveggja mánaða hvíld frá hugsunum um hann en nú fer að koma að uppgjöri dánarbús pabba og þá hríslast um mig ónotakenndin.

Ég veit að þetta er mjög algengt, fáránlega algengt, sennilega í annarri hverri fjölskyldu, en sársaukinn þegar maður uppgötvar að einhver nákominn manni er óvandaður græðgispési er samt persónulegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband