Er þvottavélin (gervigreind) tölva?

Í vikunni gerðist sá fáheyrði atburður að ég ætlaði að þvo þvott í þvottavélinni strax og ég hafði tæmt hana. Vélin, sem er a.m.k. orðin 10 ára, afþakkaði það og blikkaði rauðu. Ég frestaði frekari þvottum um sólarhring en það dugði ekki til. Hún blikkaði áfram. ÞÁ tók ég hana úr sambandi eins og hverja aðra viðkvæma tölvu og ÞAÐ dugði til. Ég er alveg viss um að einhvern tímann hefði ég hringt í viðgerðarmann.

Gott að vita að það að rjúfa rafstrauminn tímabundið getur dugað, hoho.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar tölvustýrt raftæki er tekið úr sambandi og sett aftur í samband þá endurræsist tölvustýringin. Hafi hún verið frosin út af einhverri villu dugar þetta oft til að koma henni í upphaflegt ástand.

Á morgum nútíma raftækjum er aðgerð eða takki til að endurræsa tækið, til dæmis á tölvum, snjallsímum og netbeinum (routerum). Sumir myndlyklar endurræsa sig jafnvel sjálfkrafa ef þeir frjósa.

Engir galdrar, bara endurræsing. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2019 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband