Fjórđa iđnbyltingin

Í hádeginu í gćr fór ég á fyrirlestur um fjórđu iđnbyltinguna. Ólafur Andri Ragnarsson rakti söguna frá 2007 ţegar Steve Jobs kynnti byltinguna um snjalltćki, ţrjár grćjur saman í einni. Núna er rétti tíminn til ađ stíga skref aftur á bak, horfa yfir sviđiđ og rifja upp ţegar menn hlógu ađ öđrum fyrir ţađ sem ţeir kölluđu tímabundnar bólur sem myndu springa.

Viđ viljum ekki missa farsímana, smátölvurnar, heimabankana, sjálfvirku ţvottavélarnar, rafmagnshjólin, Netflix, vatnsklósettiđ -- og rafmagniđ í heild sinni. Viđ verđum ađ fagna fjórđu iđnbyltingunni og öllum tćkninýjungunum án ţess ţó ađ verđa sjálf róbottar. Flugbílar eru í bígerđ, vélar gćtu eldađ ţegar búiđ er ađ mata ţćr á uppskriftum og ađferđum, drónar fara ofan í ţröng gljúfur í leit ađ fólki og gerviaugu kanna magainnihald.

Viđ lifum stórkostlega tíma. Reynum ađ lifa í núinu og njóta ţessara framfara.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband