Fjórða iðnbyltingin

Í hádeginu í gær fór ég á fyrirlestur um fjórðu iðnbyltinguna. Ólafur Andri Ragnarsson rakti söguna frá 2007 þegar Steve Jobs kynnti byltinguna um snjalltæki, þrjár græjur saman í einni. Núna er rétti tíminn til að stíga skref aftur á bak, horfa yfir sviðið og rifja upp þegar menn hlógu að öðrum fyrir það sem þeir kölluðu tímabundnar bólur sem myndu springa.

Við viljum ekki missa farsímana, smátölvurnar, heimabankana, sjálfvirku þvottavélarnar, rafmagnshjólin, Netflix, vatnsklósettið -- og rafmagnið í heild sinni. Við verðum að fagna fjórðu iðnbyltingunni og öllum tækninýjungunum án þess þó að verða sjálf róbottar. Flugbílar eru í bígerð, vélar gætu eldað þegar búið er að mata þær á uppskriftum og aðferðum, drónar fara ofan í þröng gljúfur í leit að fólki og gerviaugu kanna magainnihald.

Við lifum stórkostlega tíma. Reynum að lifa í núinu og njóta þessara framfara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband