Spilling og agaleysi

Sá sem gagnrýnir á það á hættu að vera gagnrýndur af hinum gagnrýnda. Þess vegna held ég að fólk veigri sér við að segja sannleikann. Kannski er ég að hugsa um samfélagið sem ég bý í en ég ætla að taka lítið dæmi. Einu sinni var ég að vinna með konu sem gerði smávægileg mistök sem ég benti henni á til að hún gerði þau ekki aftur. Þið getið öll hugsað ykkur dæmi en ég ætla ekki að segja hvers eðlis villan var. Segjum sem svo að hún hafi ekki sett mjólkina inn í ísskáp og ég sagt: Ef þú setur hana ekki inn í ísskáp fljótlega verður hún súr. Eða konan hafi brotið saman þvott og farið með eitt handklæði í einu í skápinn hinum megin á ganginum og ég sagt: Það er fljótlegra að fara með fullt fangið af þvotti í línskápinn. Eða hún farið niður tvo stiga og upp annan stiga af því að hún fann ekki millihurð sem sparaði henni einn stiga niður og aftur upp. Öll dæmin eru tilbúin og í öllum tilfellum er forsendan að hún hafi ekki áttað sig á þessu. Í öllum dæmunum segi ég þetta sisona og ekki með neinni dramatík sem er líka það sanna í raunverulegu sögunni.

Þessi kona sagði í raunverulega dæminu: Ég ætla að hefna mín og benda þér á eitthvað sem þú gerir vitlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Það sem pirrar mig mest við bloggið er ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað sem "góða fólkið" heldur fram þá koma nafnleysingarnir og hella sér yfir mann og annan því þeir þora ekki að koma fram undir nafni. Nafnleysingarnir ættu að fá að hafa sér blogg. Þá geta þeir skitið hvorn annan út en látið okkur hin í friði!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.12.2019 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband