Hámhorf á Vesalingana

Ég er að hámhorfa á Vesalingana í boði RÚV. Þetta er að vísu bresk útgáfa í frönsku umhverfi en sagan er spennandi í sjálfu sér og þörf áminning um helvítis grimmdina sem viðgekkst. Það þótti sjálfsagt, eða hvað, að setja mann í 20 ára þrælkunarvinnu fyrir að stela brauðhleif, að börnum væri þrælað út og að konur seldu sig til að ala önn fyrir börnum sínum. Og börnunum og konunum virðist hafa fundist það eðlilegt líka.

Ég er langt komin með seríuna en ég missti af því með hvaða manni Fantine átti Cosette og ég skil ekki af hverju Jean Valjean kemst í svo miklar álnir. Þetta eru alveg mikilvægir þættir í framvindunni og ég held að þetta hafi bara ekki komið fram. Skrýtið. En ég hlakka samt til að halda áfram, þetta er svo jólalegt. Svo les ég bók í kvöld!

 

Es. Ég veit að grimmd og óréttlæti hefur ekki verið upprætt í heiminum öllum en okkur hefur miðað fram á við víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband