Óviðeigandi klæðaburður?

Ég hlustaði á tvo þingmenn á Bylgjunni í morgun. Annar er hlynntur formlegum klæðaburði í vinnunni, hinn óformlegri. Sá fyrri upplifir sig hálfnakinn ef hann er ekki með bindi og honum finnst að allir eigi að vera þannig til fara. Hinum finnst undarlegt að vera á skónum innan húss en skiptir sér ekkert af því þótt aðrir séu á útiskónum inni.

Fyrri þingmaðurinn sagði ítrekað: *Ég vill ... og fyrir utan hvað það er undarleg hugsun að hans vilji eigi að ráða smekk annarra truflar orðalagið málstaðalinn í mér. Ég hef haft lífsviðurværi mitt af því að leiðrétta málfar eða rithátt þeirra sem biðja mig um það en er löngu hætt að missa svefn yfir því að aðrir fari ekki eftir útgefnum málstaðli (því sem hefur verið ákveðið að sé „rétt“). Samt leyfi ég því að trufla mig þegar menn reiða upp hnefann yfir því sem þeir vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband