Ringelmann-áhrifin

Ég var að klára bókina Samskiptafærni sem er kennd í MPM-námi í Háskólanum í Reykjavík (án þess að ég sé í því námi). Margt er þar forvitnilegt og ýmislegt kannaðist ég við. Það sígildasta er um virka hlustun en svo eru mörg verkefni sem ganga út á að hámarka gæði hópastarfs þannig að ekki sé einhver einn látinn draga vagninn og svo sé einn dragbítur sem skemmi fyrir hópnum. Ég er svo þakklát fyrir að sjá umræðu um það vandamál sem ég þekki alltof vel á eigin skinni.

Það alforvitnilegasta af því nýja fannst mér Ringelmann-áhrifin. Ringelmann nokkur kannaði gildi þess að hafa marga í hóp að vinna að því sama. Ólíkt því sem búast hefði mátt við minnkuðu afköstin með fjöldanum, þ.e. í stað þess að átta menn afköstuðu áttföldu á við einn mann var það u.þ.b. fjórfalt. Hver og einn var þá að meðaltali með 50% afköst í samvinnunni.

Og innan á augnlokunum sé ég á augabragði starfsmenn í unglingavinnunni sem sitja nokkrir saman í kringum eitt lítið beð og reyta arfann. Það er kannski ýkt dæmi vegna þess að unglingavinnan er mjög óvenjulegur vinnustaður en ef átta manns fara í reiptog eru þeir ekki átta sinnum sterkari en einn maður.

Og þá rifjast upp fyrir mér sagan af Abilene.

Út af með meðvirknina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband