Leikarinn í Hinum ósnertanlegu

Í gærkvöldi var sýnd á RÚV alveg frábærlega skemmtileg frönsk bíómynd. Það er auðvitað mitt mat en ekki heilagur sannleikur, eins og gefur að skilja. Hvernig elur maður upp barn? Hvernig elur maður upp barn ef maður lítur á sig sjálfan sem stórt og óábyrgt barn? Hvernig axlar maður ábyrgð á barni ef maður fær það þriggja mánaða gamalt í fangið og vissi ekki áður af tilvist þess?

Ekkert eitt rétt svar er við þessari spurningu en týpan í myndinni fer eina leið og um leið rifjast upp leikarinn úr Hinum ósnertanlegu sem gladdi mig alveg takmarkalaust í fullu Laugarásbíói um árið og svo aftur í sjónvarpinu einhverjum árum síðar. Gleðin sem leikarinn Omar Sy býr yfir í miklum mæli er smitandi.

Ég mæli augljóslega með myndinni sem er í sarpi RÚV í einn mánuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband