Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur

Um daginn las ég Klettaborgina (2020) og varð nógu forvitin um skáldsögur Sólveigar til að taka Refinn (2017) með mér heim af bókasafninu. Ég veit að ein aðalpersónan, Guðgeir, hefur áður komið við sögu í bókum hennar þannig að ég varð aðeins að geta í eyðurnar sem er bara fínt. Mér fannst sagan mjög spennandi fram undir lokin sem ollu mér hins vegar ferlegum vonbrigðum.

Sajee hefur verið afvegaleidd og er allt í einu lent á Höfn í Hornafirði. Hún þiggur meint góðverk og er lengi að bíta úr nálinni með það. Hún er ekki aðeins útlensk heldur með sérkenni sem vekur óhjákvæmilega athygli á henni.

Mér finnst Sajee gerð ágæt skil nema í öðru orðinu er hún greinilega mjög vel gefin og í hinu orðinu halda hin klóku mæðgin í Bröttuskriðum að Sajee sé heimsk. Smágalli þar í persónusköpuninni. Sagan var samt svakalega spennandi þangað til hún leysist upp í lokin. Já, og bókinni hefði ekki veitt af einum prófarkalestri í lokin til að hreinsa burtu klaufavillur (sjá mynd af einni af of mörgum hvimleiðum smávillum). Ég hef því miður orðið vör við þessa handvömm hjá Sölku; of margar villur rýra lestrargæðin.

May be an image of texti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband